Vodafone og Stöð 2 verða Sýn

Nýtt merki Sýnar.
Nýtt merki Sýnar. Mynd/Sýn

Vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport hafa sameinast undir merkjum Sýnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn, sem er nýtt aðalheiti félagsins og kemur í stað Vodafone og Stöðvar 2.

Öll þjónusta fyrirtækisins verður aðgengileg samkvæmt tilkynningunni á vefnum
syn.is.

Fjarskiptaþjónusta félagsins verður veitt í nafni Sýnar í nánu samstarfi við Vodafone Group á alþjóðavísu. SÝN er nýtt heiti á línulegu sjónvarpstöðinni Stöð 2 og SÝN+ nýtt heiti á streymisveitunni Stöð 2+. SÝN Sport er þá nýtt heiti á Stöð 2 Sport og fréttastofa Sýnar er nýtt heiti á Fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 halda sínum nöfnum óbreyttum eins og fréttamiðillinn Vísir.

Fleira spennandi framundan

„Samhliða þessum breytingum kynnir Sýn nýtt og einfaldað vöruframboð sem sameinar öfluga fjarskiptaþjónustu, hágæða sjónvarpsefni og einstakt úrval af íþróttum,“ sem segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, saga félagsins sé samofin sögu frumkvöðla sem þorðu að ögra ríkjandi kerfum, afnema einokun og bjóða upp á ferska nálgun í þjónustu við viðskiptavini.

„Við vitum að þau vörumerki sem við leggjum nú á hilluna hafa fylgt þjóðinni lengi og eru henni kær. Viðskiptavinir Sýnar geta áfram treyst á örugg fjarskipti, áreiðanlegar fréttir og framúrskarandi dagskrárgerð á öllum okkar miðlum.

Ég hvet landsmenn til að fylgjast með félaginu næstu mánuði því að það er fleira spennandi fram undan hjá Sýn,“ er haft eftir Herdísi í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert