Lögregla gerði hamar, hnúajárn og fíkniefni upptækt af barni utandyra í Breiðholti. Barnavernd var kölluð til og telst málið leyst.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Enginn gisti fangageymslu lögreglu í nótt en alls var 71 mál bókuð í kerfum hennar á tímabilinu.