Ekki stendur til að fækka stöðugildum

Skipulagsbreytingar standa til á skrifstofu embættis forseta Íslands.
Skipulagsbreytingar standa til á skrifstofu embættis forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki stendur til að fækka stöðugildum á skrifstofu embættis forseta Íslands en skipulagsbreytingar standa til.

Sif Gunnarsdóttir forsetaritari segir í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is að endanlegt skipulag liggi ekki fyrir en að laus störf verði auglýst jafnóðum og skipulagið skýrist.

Tveir starfsmenn á skrifstofu embættis forseta Íslands láta af störfum vegna aldurs í lok árs og segir Sif því fylgja óhjákvæmilegar breytingar.

Staða Unu Sighvatsdóttur, sem sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands, hefur verið lögð niður og er hún hætt störfum. Það er því ljóst að þrír starfsmenn eru að yfirgefa skrifstofuna og því mun skipulag skrifstofunnar eflaust breytast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert