Nettó lýsir eftir harðsvíruðum þjófi sem gerir ítrekaðar tilraunir til að ræna harðfisk úr nýopnaðri verslun Nettó í Glæsibæ.
Þjófurinn sem um ræðir er af kattartegund en hann hefur orðið uppvís að ítrekuðum tilraunum um að ræna dýrustu kílóverðsvöru búðarinnar.
Verslunin birti myndskeið af kettinum á Facebook og hefur það vakið mikla athygli.