Innkalla skinkusalat

Ljósmynd/Aðsend

Salathúsið ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum skinkusalat.

Ástæða innköllunar er sú að rækja fannst í einu boxi og þar sem rækjur eru ofnæmis- og óþolsvaldur hefur Salathúsið ákveðið að innkalla vöruna til að tryggja öryggi neytenda, að því fram kemur í tilkynningu. 

Tekið er fram að rækjur geti valdið ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir skelfiski. Öðrum er óhætt að neyta vörunnar.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Salathúsið

Vöruheiti: Skinkusalat

Geymsluþol: Síðasti notkunardagur 19.06.2025

Strikamerki: 5690969310071

Nettómagn: 190 g

Framleiðandi: Salathúsið ehf.

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Nánari upplýsingar má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert