Jöklar bráðnuðu hraðar í maí

Vatnajökull. Hamrar Grímsfjalls við Grímsvötn. Á Grímsfjalli eru skálar Jöklarannsóknarfélags …
Vatnajökull. Hamrar Grímsfjalls við Grímsvötn. Á Grímsfjalli eru skálar Jöklarannsóknarfélags Íslands. Heklu ber við himin í fjarska. mbl.is/RAX

Hitabylgjan sem gekk yfir Ísland í maí hafði mikil áhrif á jökla landsins, að sögn Andra Gunnarssonar, formanns Jöklarannsóknarfélags Íslands. Hann segir tímabilið hafa verið með því áhrifamesta sem sést hafi á þessum árstíma, en þó ekki án fordæma.

Andri bendir á að maímánuður sé sá árstími þegar jöklar fara úr söfnunartímabili yfir í leysingar.

„Bæði var mjög lítill vetrarsnjór á jöklum og það hjálpar svolítið til við að koma leysingunni af stað. Þá er ekki þetta þykka hvíta teppi yfir þeim af nýjum snjó sem tekur svolítinn tíma að leysa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert