Sjö árum síðar blasir sárið enn við

Mikil skriða féll úr Fagraskógarfjalli í byrjun júlí árið 2018. …
Mikil skriða féll úr Fagraskógarfjalli í byrjun júlí árið 2018. Er hún sú stærsta sem fallið hefur á sögulegum tíma á Íslandi. Þó að landið sé talsvert gróið leyna sár skriðunnar sér ekki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil skriða féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal fyrir rétt tæpum sjö árum í sumar. Skriðan hafði mikil áhrif og breytti farvegi Hítarár. Mikið lón myndaðist norðan við skriðuna um tíma áður en áin fann sér nýjan farveg.

Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru á ferðinni um Hítardal nýverið þurfti ekki mjög þjálfað auga til að koma auga á sárið sem enn blasir við, enda féll mikið af efni úr fjallinu.

Það var snemma morguns 7. júlí 2018 að skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði ána. Af jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands að dæma fór hún af stað um klukkan 5.17. Eyðilagði skriðan mikið land undir hlíðum fjallsins. Rúmum sólarhring síðar hafði áin, sem rennur úr Hítarvatni, fundið sér nýjan farveg og leitaði í hliðarána Tálma, og rennur þar nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert