Skemmdir bílar skildir eftir

Skemmdur bíll án bílnúmers utan vegar í Borgarfirði.
Skemmdur bíll án bílnúmers utan vegar í Borgarfirði. mbl.is/Björn Jóhann

Algengt er að koma auga á ónýta bíla í vegköntum en sumir standa jafnvel í marga mánuði án afskipta.

Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir það mjög algengt að bílar séu skildir eftir í vegkanti eftir að hafa bilað eða lent utan vegar, en ábyrgð á að láta fjarlægja bílinn hvíli yfirleitt á eiganda bílsins.

Snýst oft um kostnað

Hann segir bíla stundum liggja í vegkanti í einhvern tíma áður en einhver tekur af skarið og lætur fjarlægja þá.

„Það er stundum spurning um hver á að láta fjarlægja bílinn því auðvitað snýst þetta oft um kostnað,“ segir Ásmundur en ef staðsetning bíls skapar hættu fjarlægir lögreglan hann eða Vegagerðin ef eigandi gerir það ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert