Baðlón við Holtsós í skipulagsferli

Framkvæmdir við baðlón hafa mætt andstöðu nágranna.
Framkvæmdir við baðlón hafa mætt andstöðu nágranna. mbl.is/Sigurður Bogi

Áform um hótel og baðlón við Holtsós undir Eyjafjöllum hafa mætt andstöðu meðal íbúa í nærsveitum. Safnað hefur verið undirskriftum og skilað inn formlegum mótmælum, auk þess sem virkur undirskriftalisti er inni á Ísland.is. Þá hafa Vegagerðin og Fuglavernd einnig gert athugasemdir við áformin, m.a. vegna viðkvæms vistkerfis.

Eins og fram hefur komið í blaðinu eru áform um baðlón, tvö hótel með samtals 320 herbergjum, 100 gistiskála í smáhýsum og 15 starfsmannaíbúðir ásamt fjölorkustöð. Heildarbygging er tæpir 36 þúsund fermetrar. Fyrsti hluti verksins á að vera tilbúinn 2026.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert