Einfalda reglur fyrir veitingahús

Opnun kaffihúsa Starbucks hefur verið frestað um þrjá mánuði.
Opnun kaffihúsa Starbucks hefur verið frestað um þrjá mánuði. mbl.is/Karítas

„Með þessu er afgerandi skref stigið í þágu einfaldara og sveigjanlegra regluverks fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Ráðuneyti hans hyggst einfalda reglur er snúa að starfsleyfum fyrirtækja. Drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og eru þau öllum opin til umsagnar fram til 18. júní.

Breytingar sem Jóhann Páll hyggst gera fela í sér að starfsleyfisskyldu verði létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert