Ferðamennirnir voru Frakkar í ferðalagi saman

Ferðamennirnir sem fundust látnir voru franskir ríkisborgarar. Bæði þeir sem …
Ferðamennirnir sem fundust látnir voru franskir ríkisborgarar. Bæði þeir sem fundust látnir og sakborningur voru að ferðast saman. mbl.is/Ólafur Árdal

Tveir franskir ferðamenn fundust látnir á Edition-hótelinu í Reykjavík í dag. Sá þriðji var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Sá sem fluttur var á sjúkrahús hefur stöðu sakbornings og er málið rannsakað sem manndráp. Viðkomandi er ekki í lífshættu að svo stöddu. 

Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Ævar segir ferðamennina þrjá hafa verið að ferðast saman.

Tjáir sig ekki um atburðarrás eða vopn

Ævar vildi ekki upplýsa um það hvort vopn hafi fundist á vettvangi. Þar að auki vildi hann ekki tjá sig um það hvar inn á hótelinu atburðurinn átti sér stað. Hann vildi ekki tjá sig um það hver tilkynnti málið til lögreglu.

Ævar segir rannsóknina núna miða að því að fá skýra mynd á atburðarásina.

Hann segir rannsóknina miða vel en að hún sé á grunnstigi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert