Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Árbænum í nótt. Árásarmaðurinn hafði flúið af vettvangi en fannst síðan skammt frá.
Drónateymi lögreglunnar leitaði árásarmannsins en það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem fann hann og var hann í framhaldinu vistaður í fangaklefa, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um rán í Breiðholtinu. Tveir einstaklingar höfðu ráðist að einum og stolið af honum peningum.