Innri endurskoðandi hættur

Ráðhúsið.
Ráðhúsið. mbl.is/Árni Sæberg

Hallur Símonarson hefur látið af störfum sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar (IER). Þorsteinn Gunnarsson borgarritari segir skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á starfinu í mars sl. og þetta sé gert í góðri sátt.

Mikið hefur mætt á embætti Halls að undanförnu. Þrjú stór mál sem borgarráð vísaði til IER hafa verið til umfjöllunar. Þau snúast um bensínstöðvalóðir olíufélaganna, leikskólann Brákarborg og Álfabakka 2a, græna gímaldið svokallaða. Hefur Hallur verið í leyfi síðan Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri í janúar 2024.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.   

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert