Frönsk kona á sextugsaldri var í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti tveggja franskra ferðamanna á hóteli í miðborginni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Eins og greint hefur verið frá fundust tveir franskir ferðamenn látnir á Edition-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun.
Konan sem er í haldi var á ferðalagi með þeim sem létust þegar málið kom upp.