KR spilar í Frostaskjóli í júlí

Hitalagnir lagðar á heimavöll KR sem senn verður orðinn leikhæfur.
Hitalagnir lagðar á heimavöll KR sem senn verður orðinn leikhæfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það verður ólýsanlegt, algjörlega geggjað. Við söknum þess að liðin okkar fái að spila heima og hafi sómasamlega æfingaaðstöðu. Það verður virkilega gott að fá hana aftur,“ segir Pálmi Rafn Pálmason framkvæmdastjóri KR í samtali við Morgunblaðið.

KR hefur undanfarið spilað fótbolta fjarri Vesturbænum, í Laugardalnum, á velli Þróttara.

Nú segist Pálmi hins vegar sjá fyrir endann á framkvæmdunum og að KR muni spila þar í júlí. Hann segir Landlagnir vera að leggja lagnir í Frostaskjóli. Í kjölfarið verði sandað og loks komið fyrir púða og gervigrasi.

Hann segist ekki geta ítrekað þakklæti sitt í garð framkvæmdaaðila nægilega mikið en tafirnar skrifist ekki á þá heldur hafi jarðvegurinn leikið knattspyrnufélagið grátt. Bjössi ehf. hefur séð um jarðvegsvinnu á vellinum. Að sögn Pálma þurfti að skipta um töluvert meira af jarðvegi en talið var í fyrstu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert