Krafa gerð um gæsluvarðhald

Tveir einstaklingar fundust látnir á Edition- hótelinu í morgun. Málið …
Tveir einstaklingar fundust látnir á Edition- hótelinu í morgun. Málið er rannsakað sem manndráp. mbl.is/Ólafur Árdal

Krafa verður gerð um gæsluvarðhald yfir Frakkanum sem hefur stöðu sakbornings í manndrápsmáli á Edition-hótelinu. 

Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. 

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tveir franskir ríkisborgarar hafi fundist látnir á Edition-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun.

Annar franskur ríkisborgari var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og sá hefur stöðu sakbornings. Þeir látnu og hinn grunaði voru að ferðast saman. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi og hefur mbl.is flutt fréttir frá því í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert