Mótmæla blokkinni á Birkimel

Fræðastofnanir á Melunum telja að lóðin tilheyri háskólasvæðinu. Í bakgrunni …
Fræðastofnanir á Melunum telja að lóðin tilheyri háskólasvæðinu. Í bakgrunni er Hótel Saga, sem verður miðstöð menntavísinda. mbl.is/sisi

Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna harðlega auglýsta tillögu um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Birkimels 1, þar sem áformað er að reisa 42 íbúða 4-5 hæða fjölbýlishús.

Á lóðinni stendur bensínstöð Orkunnar en rekstri hennar verður hætt. Er það í samræmi við samkomulag milli borgarinnar og olíufélaganna um fækkun bensínstöðva í borginni og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðunum.

Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Félagsstofnunar stúdenta sendu sameiginlega umsögn inn á Skipulagsgáttina, þar sem tillagan er í kynningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert