Smávirkjunin sem varð að stórmáli

„Ég upplifi þetta sem einhvern ótta hjá þeim því að …
„Ég upplifi þetta sem einhvern ótta hjá þeim því að þau hafa vitneskju um að landeigandi sem hefur búið hérna um langa tíð hafi ekki veitt okkur leyfi og þetta er einhver ákvarðanafælni,“ segir Axel Helgason. mbl.is/Karítas

Þegar Axel Helgason og eiginkona hans keyptu jörðina Þórisstaði í Svínadal í Hvalfirði árið 2020 sáu þau fyrir sér að reisa litla vatnsaflsvirkjun til heimabrúks í á sem rennur um landið. Það að fá leyfi fyrir framkvæmdinni hefur verið um þriggja ára barátta sem ekki sér enn fyrir endann á. Nágrannadeilur koma við sögu en Axel er fyrst og fremst ósáttur við framgöngu Hvalfjarðarsveitar í málinu. Hann telur hana ósanngjarna og brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

Landamörk Þórisstaða liggja í miðri Kúhallará þar sem jörðin mætir landi Ferstiklu annars vegar og Hrafnabjarga hins vegar. Í skýrslu á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem út kom árið 2020, kemur fram að áin sé einn af mögulegum virkjanakostum á svæðinu og að mögulegt uppsett afl sé 216 kW.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert