Svona er nú komið fyrir borgarbarninu

„Ég hafði bara komið hingað á sumrin í góðu veðri …
„Ég hafði bara komið hingað á sumrin í góðu veðri en við ákváðum að slá til og Helgi flutti um sumarið en ég flutti í nóvember 2020, á dimmasta tímanum. Mér fannst þetta æðislegt frá fyrstu stundu!“ segir Urður, alsæl fyrir austan. mbl.is/Ásdís

Í sætu svörtu timburhúsi lengst uppi í skógi vaxinni hlíð sitja þau Urður Gunnarsdóttir og Helgi Gíslason utandyra í sólinni að spjalla saman eftir vinnudaginn. Kötturinn Lúðvík von Krump spígsporar um pallinn en hefur takmarkaðan áhuga á gestinum, fuglarnir syngja allt í kring og í fjarska má heyra einstaka jarm. Þarna á Fljótsdalshéraði ríkir kyrrðin ein, fjarri ys og þys höfuðborgarinnar. Blaðamaður sest með þeim í sólina og er forvitin að komast að því hvers vegna heimsborgarinn Urður er sest að lengst upp í sveit. Urður, sem er með háskólapróf í dönsku, á að baki feril í blaðamennsku og utanríkisþjónustunni og hafði alltaf búið í borgum; oft stórborgum og stundum meira að segja í stríðshrjáðum borgum. Eftir heimkomuna bjó hún um hríð í Reykjavík en þegar Helga, sambýlismanni hennar, var boðin staða sveitarstjóra Fljótsdalshrepps, var hún meira en til í að flytja austur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert