Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt eftir langar umræður þingmanna Miðflokksins um bókun 35.
Síðust í pontu í nótt var Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Óskaði hún eftir því að vera sett aftur á mælendaskrá.
Boðað hefur verið til þingfundar á nýjan leik klukkan 10.30 í dag. Þar verður fyrsta mál á dagskrá bókun 35. Þingmenn Miðflokksins verða aftur á mælendaskrá. Fyrstur í pontu verður Bergþór Ólason.