Bílvelta varð á þjóðvegi 1 í grennd við Kjalarnes um eittleytið í nótt. Útkallslið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á Kjalarnesi sinnti útkallinu. Mildi var að engin slys urðu á fólki, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Í gærkvöldi bjargaði slökkviliðið þremur manneskjum sem voru fastar í lyftu í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Fólkið var fast þar í um klukkutíma og var það að vonum frelsinu fegið að komast þaðan út.
Mikið var að gera á næturvaktinni hjá slökkviliðinu, sem fór alls í 52 sjúkraflutninga.