Í dag verður breytileg átt, yfirleitt 3 til 8 metrar á sekúndu. Dálítil súld verður norðaustan- og austanlands í dag og þokuloft við ströndina. Annars verður skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis í uppsveitum á Suðvesturlandi, en lengst af bjartviðri norðvestantil.
Hiti verður á bilinu 6 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi og Vestfjörðum en svalast norðaustanlands.
Skýjað verður að mestu á morgun og sums staðar lítilsháttar væta, en líkur á skúrum inn til landsins síðdegis. Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig.