Leit að Sigríði frestað

Leitað var á ákveðnum svæðum í dag og er málið …
Leitað var á ákveðnum svæðum í dag og er málið nú í höndum lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leit að Sigríði Jóhannsdóttur hefur verið frestað.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar við mbl.is.

Hann segir að leitað hafi verið á ákveðnum svæðum í dag og að málið sé nú í höndum lögreglu sem taki ákvörðun um framhaldið.

Lög­regla lýsti eft­ir Sig­ríði og stóð um­fangs­mik­il leit yfir í nótt þar sem um 50 björg­un­ar­sveit­ar­menn stóðu að leit­inni. Ekk­ert er vitað um ferðir henn­ar síðan á föstu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert