Sakamál og mannslíkaminn heilluðu

Emma Jóna er einn af fáum réttarmeinafræðingum hérlendis.
Emma Jóna er einn af fáum réttarmeinafræðingum hérlendis. Ljósmynd/Aðsend

Emma Jóna Hermannsdóttir, 27 ára Ísfirðingur, útskrifaðist nýverið úr mastersnámi í réttarmeinafræði frá háskólanum í Uppsölum. 

„Ég hef alltaf haft áhuga á sakamálum og mannslíkamanum,“ segir Emma og bætir við að réttarmeinafræði sameini þessi tvö áhugasvið. Því lá beinast við að skrá sig í námið.

Þá segir Emma námið hafa verið spennandi en jafnframt krefjandi, en hún stefnir á að starfa sem réttarmeinafræðingur hérlendis.

Námið heillandi

Emma Jóna er með BS-gráðu í lífefna- og sameindalíffræði auk annarrar háskólagráðu í lífeindafræði frá Háskóla Íslands.

Eftir langa skólagöngu í Háskóla Íslands kaus Emma að færa sig um set og kannaði nám á sviði mannslíkamans erlendis. Þar rakst hún á nám í réttarmeinafræði sem heillaði strax.

Réttarmeinafræði (e. forensic science) er notkun vísindalegra aðferða á borð við DNA-rannsókna og fingrafara í rannsóknum á sakamálum.

Emma segir að í náminu sé aðallega lögð áhersla á það hvernig safna skal sönnunargögnum af sakamálavettvangi auk úrvinnslu af sýnum á rannsóknarstofum.  

Öll sönnunargögn skoðuð í þaula.
Öll sönnunargögn skoðuð í þaula. Ljósmynd/Aðsend

Kærkomið sumarfrí

Næst á dagskrá hjá Emmu er kærkomið sumarfrí, en hún segir mikið álag fylgja náminu. Að fríinu loknu hefst atvinnuleit.

Emma hyggst starfa hérlendis sem réttarmeinafræðingur og segist forvitin um hvernig starf réttarmeinafræðinga á Íslandi sé, þar sem sýni lögreglu eru gjarnan send erlendis til frekari greiningar.

Emma stundaði námið í háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð.
Emma stundaði námið í háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. Ljósmynd/Aðsend
Réttarmeinafræðingar hjálpa við rannsókn á sakamálum.
Réttarmeinafræðingar hjálpa við rannsókn á sakamálum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert