Sigmundur Davíð síðastur í pontu í nótt

Sigmundur Davíð í pontu í nótt.
Sigmundur Davíð í pontu í nótt. Skjáskot/Vefur Alþingis

Þingfundi var slitið um tvöleytið í nótt eftir langar umræður þingmanna Miðflokksins um bókun 35 við samninginn við evrópska efnahagssvæðið. 

Síðastur á mælendaskrá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Næsti þingfundur verður klukkan 13 í dag og verður þar á dagskrá áframhaldandi umræða um bókun 35. Fyrst í pontu verður Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins, með sína 43. ræðu um bókunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert