Umferðaróhapp í Hvalfjarðargöngum

Slökkviliðinu barst útkallið um hálf tíu í kvöld.
Slökkviliðinu barst útkallið um hálf tíu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsinu Akranesi eftir umferðaróhapp í Hvalfjarðargöngum í kvöld.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall um hálf tíuleytið í kvöld en þá hafði ökumaður keyrt utan í vegg Hvalfjarðarganganna sem leiddi til þess að samstuð varð við annan bíl í göngunum.

Sá er var fluttur til skoðunar var með minni háttar meiðsli, að sögn varðstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert