Útkall vegna reyks í Breiðholti

Slökkviliðið fór á staðinn.
Slökkviliðið fór á staðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall um sjöleytið í morgun vegna reyks sem var sagður koma úr íbúð í Breiðholti. Þrjár stöðvar voru sendar af stað.

Þegar fyrsti bíll kom á vettvang kom í ljós að málið var minniháttar og voru hinir tveir bílarnir afturkallaðir.

Sennilegt er að reykjarslæða hafi borist úr íbúðinni vegna reykinga, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, en heimilismaðurinn var sofandi þegar slökkviliðið kom á staðinn og þurftu slökkviliðsmenn ekkert að aðhafast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert