Bókun 35 og veiðigjöld ekki á dagskrá

Frá Alþingi í gær.
Frá Alþingi í gær. mbl.is/Ólafur Árdal

Bókun 35 verður ekki á dagskrá þingfundar í dag og ekki heldur veiðigjaldafrumvarpið.

Umræðu um bókun 35 var frestað á þingfundi í gær og er bókunin enn óútrædd á þinginu.

Á meðal mála sem verða á dagskrá þingins í dag, sem hefst klukkan 15, verða frumvörp um þjóðaróperu, heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra og um ávana- og fíkniefni.

Einnig verður rætt um örorkulífeyri og almannatryggingar.

Veiðigjaldafrumvarpið var afgreitt úr þingnefnd á laugardaginn. Í framhaldinu fer það í aðra umræðu á þinginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert