Bókun 35 tryggi borgurum samþykkt réttindi

Utanríkisráðuneytið vill árétta að bókun 35 feli ekki í sér …
Utanríkisráðuneytið vill árétta að bókun 35 feli ekki í sér framsal á fullveldi. mbl.is/Árni Sæberg

Utanríkisráðuneytið vill árétta að hvorki bókun 35 né nokkuð annað ákvæði í EES-samningnum feli í sér framsal á löggjafarvaldi Alþingis. EES-reglur fái einungis gildi á Íslandi þegar þær hafi verið leiddar í lög af Alþingi eða með heimild Alþingis.

Innleiðing á bókun 35 snúi að því að tryggja borgurum réttindi sem íslenska ríkið hafi skuldbundið sig að veita.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins, en tilefnið er frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bókuninni sé krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum. Sem sé í mótsögn við fyrri hluta sömu bókunar þar sem kveðið sé á um að löggjafarvaldið skuli ekki framselt.

Sannaðist í máli unglæknis

„Lagafrumvarp utanríkisráðherra snýr að forgangi þeirra EES-reglna, sem Alþingi hefur innleitt, ef til árekstrar kemur gagnvart öðrum lögum sem Alþingi hefur sett. Löggjafarvald Alþingis er eftir sem áður óskorað enda bundið í stjórnarskrá. Frumvarp utanríkisráðherra snýr einungis að því að tryggja borgurum þau réttindi sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að veita og Alþingi jafnframt samþykkt að innleiða,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á að því hafi verið velt upp í umræðu undanfarna daga hvers vegna það sé lagt til núna að innleiða bókun 35 ár, þegar það séu yfir 30 ár síðan EES-samningurinn tók gildi.

„Tilefnið er einmitt það að nýleg dæmi hafa sýnt að borgarar eru að fara á mis við réttindi sín og úr því þarf að bæta. Þetta sannaðist í máli unglæknis sem ekki fékk greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og rétt innleidd bókun 35 hefði tryggt henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert