Ættjarðarlög voru sungin og fróðleikur hafður yfir í sögugöngu um Þingvelli í gær þar sem fyrir fór Guðni Th. Jóhannesson, landvörður og áður forseti Íslands. Yfirskriftin var Skundum á Þingvöll og var dagskrá fjölbreytt. Kórar á Lögbergi sungu og tónleikar voru með Unu Torfadóttur.
Fyrirmynd þessa var hátíð á Þingvöllum í fyrra í tilefni af því að 80 ár voru liðin frá lýðveldisstofnun. Vel þótti takast til þá og því var efnt til viðburðar aftur nú í aðdraganda þjóðhátíðardags.
Nú eru svo að hefjast þær fræðslugöngur sem haldnar eru jafnan á fimmtudagskvöldum á Þingvöllum yfir sumarið. Sú fyrsta er í þessari viku, 19. júní, og þar segir frá Halla Tómasdóttir, núverandi forseti Íslands.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.