Hagræða en leita að tækifærum í leiðinni

Kísilmálmver PCC Bakki Silicon stendur á Bakka, skammt frá Húsavík. …
Kísilmálmver PCC Bakki Silicon stendur á Bakka, skammt frá Húsavík. Fyrirhuguð er tímabundin rekstrarstöðvun frá miðjum júlí. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sveitarfélagið Norðurþing þarf að endurskoða fyrirhugaðar fjárfestingar og framkvæmdir sem voru á áætlun í ár og hagræða í rekstri vegna yfirvofandi rekstrarstöðvunar kísilmálmversins PCC á Bakka.

Hjálmar Bogi Hafliðason, varaformaður byggðaráðs Norðurþings, segir að vonir standi til að íbúar sveitarfélagsins muni finna sem minnst fyrir hagræðingum. PCC á Bakka er stærsti einstaki greiðandi útsvars í sveitarfélaginu.

Greint var frá því í maí að tímabundin rekstrarstöðvun yrði á Bakka um miðjan júlí og að 80 starfsmönnum yrði sagt upp. Er það mikið högg fyrir sveitarfélagið.

„Eðli málsins samkvæmt mun það hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins þegar slíkur vinnustaður fer í tímabundna stöðvun og við vonum bara að það verði stutt. Við erum að leita leiða til að draga úr kostnaði í rekstri yfir þetta tímabil þannig að fólk finni sem minnst fyrir því. Það er ábyrgð okkar kjörinna fulltrúa og embættismanna að finna leiðir til þess og vissulega getur það haft einhvers staðar neikvæðar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjálmar í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert