Hlýjast á Austurlandi

Það verður skýjað en að mestu þurrt annars staðar en …
Það verður skýjað en að mestu þurrt annars staðar en norðvestantil og á Suðausturlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag verður breytileg átt, yfirleitt 3 til 8 metrar á sekúndu. Dálítil væta verður norðvestantil og einnig á Suðausturlandi.

Það verður skýjað en að mestu þurrt annars staðar, en sums staðar síðdegisskúrir í innsveitum norðaustanlands og á hálendinu. Hiti verður á bilinu 6 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi en svalast á annesjum fyrir norðan og austan.

Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s verður á morgun. Víða dálítil rigning eða súld með köflum, hiti á bilinu 7 til 13 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert