Lausir úr haldi grunaðir um stórfellda líkamsárás

Enginn var í haldi lögreglu á Norðurlandi eystra í nótt.
Enginn var í haldi lögreglu á Norðurlandi eystra í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir einstaklingar sem voru í haldi lögreglu eftir líkamsárás á Akureyri voru látnir lausir eftir skýrslutöku í gær. 

Mennirnir eru grunaðir um stórfellda líkamsárás en þeir réðust að manni og spörkuðu í hann. Engin vopn voru notuð í árásinni. Þetta segir Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

Tveir lausir vegna kynferðisbrotamáls

Þá voru tveir menn til viðbótar látnir lausir úr haldi eft­ir að skýrsla var tek­in af þeim vegna kyn­ferðisaf­brota­máls sem kom upp um helgina, staðfestir Jóhann jafnframt í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert