Leitin að Sigríði heldur áfram

Lögreglan hefur lýst eftir Sigríði síðan á föstudag.
Lögreglan hefur lýst eftir Sigríði síðan á föstudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leit að Sigríði Jóhannsdóttur er hafin að nýju en lögreglan hefur leitað eftir Sigríði síðan á föstudag án árangurs.

Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er rannsóknarvinna á hvarfi Sigríðar enn í fullum gangi. Leit var frestað á níunda tímanum í gær.

Leitað verður að Sigríði á öllu stórhöfuðborgarsvæðinu en lögregla, Landsbjörg og Landhelgisgæslan standa að leitinni. 

Ekki er talið að hvarfið komi að með saknæmum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert