Mál táningsstúlknanna til héraðssaksóknara

Stúlkurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli.
Stúlkurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Rannsókn lögreglu á tveimur táningsstúlkum sem sakaðar eru um stórfelldan fíkniefnainnflutning er lokið og málið á leið í ákærumeðferð hjá embætti héraðssaksóknara. Stúlkurnar eru 17 ára og 20 ára og voru handteknar í mars fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Þær sitja enn í gæsluvarðhaldi en því var framlengt fyrir helgi.

Þær flugu til Íslands frá Þýskalandi og eru með evrópskt ríkisfang. Önnur þeirra er sautján ára að verða átján, og því undir lögaldri, en hin er fædd árið 2005 og verður tvítug á þessu ári. Þær voru handteknar á Keflavíkurflugvelli 30. mars fyrir innflutning á 20.000 fölsuðum Oxycontin-töflum.

115 milljóna króna götuvirði 

Við rannsókn á eiturlyfjunum kom í ljós að töflurnar reyndust ekki innihalda oxýkódon heldur hið öfluga og lífshættulega efni nitazene. Töflurnar voru látnar líta út eins og Oxycontin 80 mg-töflur og voru umbúðirnar merktar sem slíkar. Götuverð á slíkri töflu var 5.750 krónur árið 2023 sem gerir allt að 115 milljónir fyrir allar töflurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert