Rigning þarf ekki að koma í veg fyrir hátíðarhöld

Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Íslands segir „smá rigningu“ ekki þurfa að …
Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Íslands segir „smá rigningu“ ekki þurfa að koma í veg fyrir hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rigning verður með köflum á öllu landinu á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands mega íbúar allra landshluta gera ráð fyrir hægum vindi, mildu veðri og vætu með köflum yfir daginn.

Segir hann „smá rigningu“ þó ekki þurfa að koma í veg fyrir hátíðarhöld dagsins ef fólk skelli sér bara í regnjakkann, „þá verður bara gaman“.

Hiti verður um 6-16 stig yfir landinu á morgun. Hlýjast verður á Austurlandi en svalast á annesjum fyrir norðan og austan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert