Skúringatækið enn fast við segulómtækið

Óvíst er hvenær segulómtækið verður nothæft á ný.
Óvíst er hvenær segulómtækið verður nothæft á ný. mbl.is/Unnur Karen

Enn er unnið að því að koma skúringatæki af segulómtæki Landspítalans við Hringbraut. Segulómtækið hefur verið ónothæft síðan síðla á fimmtudag. 

Þetta staðfestir staðgengill upplýsingafulltrúa Landspítalans í samtali við mbl.is.

Er þetta eina segulómtæki Landspítalans við Hringbraut. Þá eru sjúklingar sem þurfa á segulómun að halda sendir á Landspítalann í Fossvogi, þar sem tvö slík tæki eru í notkun. 

Skúringatækið festist á segulómtækinu eftir að starfsmaður í ræstingum fór fyrir slysni með skúringatæki inn í segulómherbergi Landspítalans. 

Styrkur segulsins í tækinu er 30-60 þúsund sinnum sterkari en rafsegulsvið jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert