Stefnir í metfjölda á Ísafirði

Skemmtiferðaskip Erlendir ferðamenn ferðast um firði Íslands.
Skemmtiferðaskip Erlendir ferðamenn ferðast um firði Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Um 6.600 farþegar skemmtiferðaskipa voru á Ísafirði í gær, þar sem fimm skip höfðu aðsetur. Bókanir sumarsins benda til metfjölda farþega í ár, að því gefnu að veður valdi ekki fleiri afbókunum en í fyrra. Síðasta sumar hættu tíu skip við að koma vegna veðurs.

Þrátt fyrir það kom metfjöldi, alls 234 þúsund, skemmtiferðaskipafarþega til Ísafjarðar. Frá þessu greinir Hilmar Lyngmo hafnarstjóri Ísafjarðarhafna í samtali við Morgunblaðið. Hann segir, „án ábyrgðar“ að fjöldi skemmtiferðaskipafarþega gæti farið upp í um 250 þúsund í ár.

Útlit fyrir fækkun skipa

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert