Stjórnvöld beri ábyrgð á færri nýskráningum rafbíla

Nýskráningum hreinna rafbíla hefur fækkað.
Nýskráningum hreinna rafbíla hefur fækkað. mbl.is/sisi

<p data-id="84b63f45-c409-459b-99d0-2c37da14c076" data-pm-slice="1 1 []">Loftlagsráð telur að stefna stjórnvalda í loftlagsmálum sé ástæða þess að nýskráning rafbíla hefur dregist saman. Þá telur ráðið hætt við því að Ísland muni ekki standa við loftlagsskuldbindingar sínar sem getur reynst kostnaðarsamt þegar til lengri tíma er litið.</p><p data-id="760ee815-bcc0-4141-850d-b3daa70752a6">Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu sem ráðið hefur sent frá sér. Loftlagsráð er sjálfstætt starfandi og hefur, samkvæmt eigin skilgreiningu, það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál.</p><p data-id="361e7a9d-7ad9-43f0-b1c9-6e2ec54d3fd8">„Stjórnsýsla loftslagsmála sé enn of sundurlaus sem birtist einkum í veikri verkstjórn og eftirfylgni, ómarkvissri ráðstöfun fjármuna, skorti á upplýsingamiðlun og takmörkuðu samráði við almenning,“ segir í tilkynningu.</p><p data-id="95f92385-3b4d-4304-aa4a-9a8cbf6e8955">Telur ráðið að stjórnvöld hafi ekki sinnt því að beita hagrænum stjórntækjum á borð við skatta, gjöldum og ívilnunum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins að ónógu fé hafi verið varið til vísindasamfélagsins til þess að rannsaka áhrif þeirra hér á landi.</p><h3 data-id="aade6295-4970-44f2-90af-8d8c28d32f05">Tryggja þverpólitíska samstöðu</h3><p data-id="6766d08f-51f8-44cb-b874-ea42de55b466">„Loftslagsráð hvetur stjórnvöld eindregið til að hraða og vanda til undirbúnings nýs landsframlags til Parísarsamningsins fyrir tímabilið 2031–2035, sem leggja þarf fram í aðdraganda næsta aðildarríkjaþings samningsins í Brasilíu í nóvember. Samhliða þarf að treysta undirstöður samstarfs við ESB og Noreg um markmiðssetningu og framkvæmd og tryggja þverpólitíska samstöðu hér á landi um réttlát umskipti,“ segir í tilkynningu.</p>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert