Bókun 35 er eina málið sem hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Boðað var til þingfundar í gær og á laugardag þar sem málið var það eina á dagskrá þingsins, en afar fáheyrt er um að boðað sé til þingfundar á sunnudegi. En um hvað snýst bókun 35?
Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993, en í bókun 35 við samninginn er krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum. Sú setning er í beinni mótsögn við fyrri hluta sömu bókunar, sem kveður á um að löggjafarvaldið skuli ekki framselt, og þar liggur vandinn.
Þessi mótsögn var ljóslega pólitísk málamiðlun á sínum tíma, en ósennilegt er að samningurinn hefði verið samþykktur ella. Sá skilningur ríkti því lengst af að fyrri málsgreinin hefði lítið efnislegt gildi og í tvo áratugi voru engar athugasemdir gerðar við innleiðingu bókunarinnar hér á landi af öðrum samningsaðilum eða Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Það breyttist fyrir nokkrum árum, en þá tók Ísland til varna og án þess þó að opinberlega hafi fram komið hvaða knýjandi nauðsyn sé fyrir breytingunni.
Það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem lagði fram frumvarp um málið þegar hún var utanríkisráðherra en frumvarpið náði ekki fram að ganga í tíð síðustu ríkisstjórnar og hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir því lagt frumvarpið aftur fram.
Málið er afar umdeilt bæði á meðal þingmanna og lögspekinga en ólíkar skoðanir eru uppi um áhrif þess. Hafa einhverjir meðal annars áhyggjur af fullveldi Íslands í því samhengi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, lagði inn nefndarálit til utanríkismálanefndar um málið, en hann segir þar m.a. að ef menn telji „hið erlenda regluverk“ vera betra viðurkenni þeir á sama tíma að þeir hafi ekki trú á sjálfstæði og lýðræði þjóðarinnar. Telur hann að þjóðin hefði ekki viljað innleiða EES-samninginn ef bókun 35 hefði verið hluti af samningnum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.