Verslunarfólk sameinast gegn ofbeldi og áreiti

Atvinnurekendur og starfsfólk verslana óttast aukið ofbeldi og áreitni gagnvart …
Atvinnurekendur og starfsfólk verslana óttast aukið ofbeldi og áreitni gagnvart verslunarfólki í starfi. mbl.is/Eyþór

Hagsmunasamtök verslunarfólks ætla að sameinast í því að stuðla að auknu öryggi verslunarfólks á Íslandi. Þrenn verslunarmannasamtök rituðu samstarfsyfirlýsingu þess efnis í dag. Atvinnurekendur og starfsfólk verslana óttast aukið ofbeldi og áreitni gagnvart verslunarfólki í starfi.

54% félagsmanna VR sögðust í könnun á vegum samtakanna hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SVÞ, Samtökum verslunar og þjónustu, stéttarfélaginu VR og LÍV, Landssambandi íslenzkra verslunarmanna, í dag.

Stofna vinnuhóp

Samtökin segjast ætla að stofna vinnuhóp saman og að í honum eigi bæði að vera fulltrúar atvinnurekenda og launafólks. Í tilkynningunni segir að honum sé ætlað að draga fram þær áskoranir og hættur sem varða öryggi starfsfólks verslana og að hann muni taka saman yfirlit yfir aðgerðir sem fyrirtæki hafa gripið til, verklag og viðmið sem gagnast gæti öðrum fyrirtækjum og starfsfólki þeirra. Einnig segir að hópurinn muni setja saman lista með hugmyndum um önnur viðbrögð eða vinnulag sem gagnast gæti í baráttunni gegn ofbeldi í verslunum.

Samtökin þrjú gáfu í dag út minnisblað um fyrsta áfanga verkefnisins er varðar öryggi verslunarfólks.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert