Hópur mótmælenda mætti á hátíðarhöldin á Austurvelli í dag með palestínska fána.
Hópurinn samanstóð af um tíu til tuttugu manns sem létu lítið á sér bera á meðan á athöfninni stóð. Halla Tómasdóttir forseti fór með sitt ávarp og fjallkonan flutti ávarp eftir Þórdísi Helgadóttur.
Þegar æðsta stjórn ríkisins gekk að Alþingishúsinu að loknum hátíðarhöldum fór mótmælendahópurinn að hrópa „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Þegar ráðamenn voru komnir inn í þinghúsið hóf einn mótmælandi að flytja ræðu.
Einhverjir kölluðu að mótmælendum „hættu þessu“ og „gerðu þetta annars staðar“ og bentu þeim á að hátíðarhöld á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga væri ekki staður eða stund fyrir þessi mótmæli.