Handtekinn fyrir að særa blygðunarkennd nágranna sinna

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling fyrir að særa blygðunarkennd nágranna sinna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum hennar frá klukkan 17 í ær til 5 í morgun. 

Í dagbókinni kemur einnig fram að einstaklingur hafi verið kærður fyrir að vanvirða íslenska fánann í miðbæ Reykjavíkur.

Þá settu lögreglumenn upp ölvunarpóst í hverfi 105. Akstur um 240 bifreiða var stöðvaður og voru ökumenn látnir blása. Tveir ökumenn blésu undir refsimörkum og var gert að stöðva akstur. Einn ökumaður reyndist ölvaður og einn ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert