Helgi Magnús fer beint á eftirlaun

Helgi Magnús hefur hafnað flutningi í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra.
Helgi Magnús hefur hafnað flutningi í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefur hafnað flutningi í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann lætur því af störfum og fer nú á lögbundin eftirlaun, níu árum fyrr en venja er.

Dómsmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um málið í gær en þar þakkar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Helga fyrir gott starf.

„Hann er góður lögfræðingur og málflytjandi og ég óska honum velfarnaðar í leik og starfi,“ segir dómsmálaráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert