Indversk kona leitar að íslensku SOS-foreldri sínu

Hafdís sem styrkti Ambiku í gegnum SOS og sendi henni …
Hafdís sem styrkti Ambiku í gegnum SOS og sendi henni reglulega kort í pósti. Samsett mynd/SOS barnaþorpin

Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi í Greenfields á Indlandi er á leið til landsins og leitar að SOS-foreldri sínu. 

SOS barnaþorpin greina frá þessu í færslu á Facebook og óska eftir aðstoð við að finna SOS-foreldrið.

Við erum að leita að Hafdísi. Hingað til okkar leitaði kona að nafni Ambika sem ólst upp í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi árin 1993 til 2012. Hún átti SOS-foreldri á Íslandi að nafni Hafdís sem styrkti hana í gegnum SOS og sendi henni reglulega kort í pósti, síðast fyrir um 10 árum.

Nú er Ambika á leið til Íslands um mánaðarmótin júní/júlí ásamt eiginmanni sínum og hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert