Kópavogsbúar fögnuðu 17. júní

Mikið fjör var í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn í dag.
Mikið fjör var í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn í dag. Ljósmynd/Kópavogsbær

Íbúar í Kópavogi fjölmenntu á Rútstúni í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga í dag, 17. júní. Agla María Albertsdóttir er fjallkona Kópavogs. 

Haldið var upp á daginn á tveimur svæðum, á Rútstúni og í Versölum. Þar var boðið upp á fjölda skemmtiatriða en meðal annars sungu Aron Can og Bríet fyrir fólk á báðum stöðum.

Skátasveit bæjarins leiddi skrúðgöngu frá MK niður að Rútstúni. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði undir.

Skátarnir leiða skrúðgöngu og Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir.
Skátarnir leiða skrúðgöngu og Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir. Ljósmynd/Kópavogsbær

Fjallkonan í fótboltaliðinu

Fjallkonan í Kópavogi í ár var Agla María Albertsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks. Hún steig á svið á Rútstúni. Það gerði bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, líka. 

Félagarnir Gunni og Felix voru kynnar á Rútstúni en hjónin Saga Garðars og Snorri Helgason í Versölum.

Einnig boðið upp á skemmtun á reitnum við Bókasafn Kópavogs og fleiri menningarhús bæjarins, þar sem Skapandi sumarstörf settu svip sinn á svæðið. Þar voru einnig sirkusatriði og BMK brós.

Gunni, Felix, og fjallkonan Agla María.
Gunni, Felix, og fjallkonan Agla María. Ljósmynd/Kópavogsbær
Hátíðarhöld á Rútstúni.
Hátíðarhöld á Rútstúni. Ljósmynd/Kópavogsbær
Hátíðarhöld í Versölum.
Hátíðarhöld í Versölum. Ljósmynd/Kópavogsbær
Börnin fögnuðu 17. júní.
Börnin fögnuðu 17. júní. Ljósmynd/Kópavogsbær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert