Mannlaus bifreið á hvolfi

Lögreglan sinnti sýnilegri löggæslu á þjóðhátíðardaginn í dag.
Lögreglan sinnti sýnilegri löggæslu á þjóðhátíðardaginn í dag. mbl.is/Hari/mbl.is/Eggert

Mannlaus bifreið á hvolfi, þjófnaður og innbrot í verslun voru meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.

Í dagbók lögreglu segir að „mikið mannlíf og mikil gleði,“ hafi verið víða um höfuðborgina.

Auk framangreindra verkefna aðstoðaði lögregla borgara í annarlegu ástandi og sinnti ábendingu um samkvæmishávaða. 

Þá barst einnig beiðni um aðstoð vegna farþega sem neitaði að greiða leigubílstjóra.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar situr enginn í fangageymslu eftir daginn enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert