Ný forysta kjörin en óvissa um fjármálin

Jóhanna Björg var kjörin nýr forseti Skáksambands Íslands.
Jóhanna Björg var kjörin nýr forseti Skáksambands Íslands. Ljósmynd/Skáksamband Íslands

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var um helgina kjörin nýr forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fór fram á Blönduósi. Skáksambandið var stofnað í læknisbústaðnum á Blönduósi í júnímánuði árið 1925.

Í forsetakjörinu atti hún kappi við Kristján Örn Elíasson og hafði þar betur með nokkrum yfirburðum. Jóhanna hlaut 40 atkvæði en Kristján hlaut 16. Jóhanna tekur við forsetaembættinu af Gunnari Björnssyni sem hefur verið forseti sambandsins frá 2009.

Gustað hefur um Skáksambandið og fjárhag þess upp á síðkastið en fjallað var um það í Morgunblaðinu á laugardaginn að skoðunarmenn reikninga sambandsins teldu samkvæmt greinargerð sinni tilefni til þess að hafin yrði rannsókn á rekstri og bókhaldi Skáksambandsins. Jafnframt lögðu skoðunarmennirnir það til að ársreikningur sambandsins yrði ekki samþykktur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert