Þúsund við tökur á Ódysseifskviðu

Matt Damon í hlutverki Ódysseifs.
Matt Damon í hlutverki Ódysseifs.

Um eitt þúsund manns koma að tökum á stórmyndinni The Odyss­ey sem hófust hér á landi í gær. Þar af eru um 450 íslenskir aukaleikarar.

Þetta eru stærstu tökur hér á landi frá því að Flags of our Fathers var tekin hér árið 2005. Tökurnar munu standa yfir í 12 daga og fara fram víða um land, meðal annars við Landeyjahöfn en vegfarendur þar um slóðir hafa getað séð hluta af leikmynd myndarinnar, stórt og veglegt skip sem ku vera fley aðalpersónunnar.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu fara margir af vinsælustu leikurunum í Hollywood í dag með aðalhlutverk í Ódysseifskviðu. Matt Damon leikur Ódysseif en í öðrum hlutverkum eru meðal annars Tom Holland, Anne Hathaway, Zendaya, Elliot Page, Lupita Nyong’o, Robert Pattinson og Charlize Theron.

Matt Damon er kominn til landsins og sást spóka sig í miðborg Reykjavíkur um helgina. Ekki hefur fengist staðfest hverjir fleiri koma hingað en samkvæmt upplýsingum blaðsins verða Elliot Page og Zendaya að minnsta kosti í þeim hópi.

Ódysseifskviða fjallar um heimför Ódysseifs, konungs á eynni Íþöku, eftir Trójustríðið. Heimförin tók tíu ár og var mikið ævintýri. Christopher Nolan skrifar sjálfur handritið, framleiðir og leikstýrir. Þetta verður stærsta mynd hans frá upphafi en framleiðslukostnaðurinn er talinn verða um 250 milljónir dollara. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert