Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er genginn í garð og væta er áfram í veðurkortunum.
Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, og dálítil rigning eða súld með köflum víða um landið. Hiti verður 6 til 13 stig.
Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands verður dálítil rigning og fremur hægur vindur á flestum landshlutum í dag.
Á höfuðborgarsvæðinu má búast við suðvestan átt, 3-8 m/s, og dálítilli vætu af og til. Hiti verður á bilinu 8-12 stig.
Hitinn verður aðeins meiri fyrir norðan í dag og nær hann 14-15 stigum á Akureyri þegar best lætur, þó með vætu á köflum.